Prettir í paradís
4,490 ISK
Höfundur Christina Lauren
Anna Green hefur ekki hitt fyrrverandi eiginmann sinn, Liam „West“ Weston, í þrjú ár þegar hann bankar skyndilega upp á í litlu leiguholunni hennar í Los Angeles.
Enda giftu þau sig bara til þess að eiga kost á ódýrri stúdentaíbúð og töluðust varla við á þeim tíma, hvað þá eftir að sambúðinni lauk. Daginn sem Liam birtist aftur uppgötvar hún að hún ætti að lesa betur yfir þau skjöl sem hún undirritar. Skilnaðarpappírarnir voru alls engir skilnaðarpappírar - þau Liam eru enn gift. Og það sem er meira er: Liam er ekki fátækur námsmaður heldur erfingi gríðarlegra auðæfa Weston- fjölskyldunnar. Eini gallinn er sá að vegna skilmála í erfðaskrá afa hans fær hann ekki arfinn nema hann eigi löggilt fimm ára hjónaband að baki. Og nú er hinn harðsvíraði faðir hans farinn að gruna þau Önnu um græsku.
Lausnin? Að Anna fylgi Liam í brúðkaup systur hans á paradísareyju og sannfæri fjölskylduna um að þau Liam séu yfir sig ástfangin hjón. Og að hún sé fáguð eiginkona milljarðamærings en ekki atvinnulaus listakona sem nýlega var rekin úr starfi í sjoppu fyrir að stela tyggjópakka.
Hvað gæti svo sem farið úrskeiðis?