Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Síðasti úlfurinn
3,690 ISK
Höfundur László Krasznahorkai
Síðasti úlfurinn er afar sérstök frásögn, rakin af mælskum sögumanni sem staddur er á krá í Berlín og eini hlustandinn er fremur áhugalítill barþjónn. Frásögnin – skráð í einni setningu – fer fram og til baka í tíma og rúmi, þannig að lesandinn verður að hafa sig allan við til að missa ekki af neinu.
Ungverski rithöfundurinn László Krasznahorkai hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2025 „fyrir áleitið og framsýnt höfundarverk sem mitt í viðjum ógnar um heimsendi ber vott um mátt listarinnar“.
Einar Már Hjartarson íslenskaði.