Um hálfrar aldar skeið var Sveinn Benediktsson einn áhrifamesti maður í sjávarútvegi Íslendinga. Hann var stjórnarformaður Síldarverksmiðja ríkisins, forystumaður í Bæjarútgerð Reykjavíkur, stjórnarmaður í helstu hagsmunasamtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og lét mjög að sér kveða á opinberum vettvangi um allt sem laut að sjávarútvegsmálum.
Sveinn Benediktsson
8,990 ISK
Höfundur Steinar J. Lúðvíksson
Auk þess sem hann rak umfangsmikla síldarsöltun á Raufarhöfn og Seyðisfirði. Var stundum haft á orði að hann og bræður hans – Bjarni forsætisráðherra og Pétur bankastjóri – réðu fyrir landinu, svo mikil voru áhrif þeirra um skeið.
Það gustaði stundum hressilega um Svein Benediktsson. Hann var maður skapfastur og gekk vasklega fram í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Pólitíkin var hatrömm á þeim árum og Sveinn mætti oft harðri mótspyrnu. En framsýni hans, viljastyrkur og ráðvendni varð oftar en ekki til þess að það var hann sem stóð með pálmann í höndunum þegar upp var staðið.
Í frítíma sínum safnaði Sveinn bókum af ástríðu, hafði yndi af silungsveiði, las fornsögurnar og ljóð Einars Benediktssonar, auk þess sem hann var einn af forvígismönnum Ísaksskóla.
Öllum þessum þáttum og fleirum í ævi Sveins er gerð skil í þessari fróðlegu og skemmtilegu bók um einstakan atorkumann sem markaði djúp spor í atvinnusögu Íslendinga á tuttugustu öld.