Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Yfir farinn veg með Bobby Fischer
4,490 ISK
Höfundur Garðar Sverrisson
Í þessari bók birtist lifandi og áhrifamikil frásögn af hinum umdeilda Bobby Fischer, allt frá barnæskunni í Brooklyn til banalegunnar á Íslandi. Í bókinni kynnumst við loks manninum á bak við þann Bobby sem hingað til hefur verið heiminum ráðgáta.
Hér fáum við í fyrsta sinn heilsteypta mynd af tilfinningum hans og nánu sambandi við móður sína þar sem arfur gyðinga birtist í óvæntu ljósi. Við verðum vitni að því hvernig Balkanstríðið leikur Bobby og umbreytir viðhorfum hans til Bandaríkjanna. Einnig kynnumst við því hvernig kaþólsk viðhorf efla með honum fágæta afstöðu sem enginn mannlegur máttur fær haggað – afstöðu sem á ríkan þátt í því hvernig hann mætir örlögum sínum.