Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Fjallið í Kaupmannahöfn

2,990 ISK 999 ISK

Höfundur Kaspar Colling Nielsen

„Ný alþjóðleg stjarna danskra bókmennta.“ ♡♡♡♡♡♡

Politiken

Danir hafa byggt risavaxið fjall sem hefur afdrifaríkar og furðulegar afleiðingar fyrir dönsku þjóðina og umheiminn allan. Fjallið er 3.500 metra hátt og 55 kílómetrar að ummáli og gífurleg stærð þess hefur gjörbreytt loftslagi landsins. Í einni hendingu hafa dýraríki og plöntuflóra Danmerkur tekið óafturkræfum breytingum og Danir verða aldrei samir.

Undarlegir hlutir fara að gerast og þær persónur sem við kynnumst á fjallinu hafa allar hugmyndir um að hefja nýtt líf og láta ekki almenna rökhyggju standa í vegi fyrir því - enda hefur tilvist fjallsins sýnt og sannað að ekkert er ómögulegt. Sautján frásagnir bókarinnar segja meðal annars frá geimverum í Valby, afnámi stéttaskiptingarinnar á Indlandi og átökum segulmagnaðs manns við danska herinn.

Verðlaunasagan Fjallið í Kaupmannahöfn er fyrsta bók Kaspar Colling Nielsen, einnar frumlegustu raddar danskra samtímabókmennta.

Útgáfuár: 2018

Gerð: Kilja

Síðufjöldi: 182


„Glæsileg og hugmyndarík.“ ☆☆☆☆ - Politiken

Fjallkonungur frásagnarinnar. ☆☆☆☆ - Ekstra Bladet

17 framúrskarandi, ögrandi og ótrúlegar frásagnir af höfuðborg sem stendur frammi fyrir róttækum breytingum. - Litteratursiden