Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Kyrkjari

3,490 ISK

Höfundur Kim Faber og Janni Pedersen

Kyrkjari eftir Faber og Pedersen er þriðja bókin í þrælspennandi ritröð um þau Juncker og Signe sem starfa í ofbeldisglæpadeild Kaupmannahafnarlögreglunnar. Bókin er sjálfstætt framhald Meinsemdar og Kölduslóðar sem komu út 2021.

Hrottaleg morð á konum vekja mikinn óhug í Danmörku. Fórnarlömbin eru skilin eftir á einstaklega niðurlægjandi hátt. Dularfullar vísanir finnast á vettvangi. Hvað er hér á ferðinni? Getur verið að raðmorðingi gangi laus?

Ofbeldisglæpadeild Kaupmannahafnarlögreglunnar, með þau Juncker og Signe í fararbroddi, fær stórt og erfitt verkefni í hendurnar. Hins vegar er Juncker kominn í eigin íbúðarholu eftir skilnaðinn og auk þess nýbúinn í aðgerð vegna krabbameins, sem hann vill helst að sem fæstir viti um. Signe reynir að lappa upp á samband sitt við launfrekan eiginmanninn eftir framhjáhaldið, en rannsókn málsins tekur sinn toll og óuppgert mál við samstarfsmann auðvelda henni svo sannarlega ekki lífið.

Hjónin Faber og Pedersen hafa slegið í gegn í Danmörku með bókum sínum, enda skrifa þau grípandi og spennandi krimma sem snerta á vanda nútíma- og alþjóðlegs samfélags, með öllu því sem tilheyrir. Bækurnar eru vel upp byggðar og þéttar, engir lausir endar. Persónusköpunin er sterk, marglaga, krydduð mannlegum breyskleika og húmor.