Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Lof heimskunnar

3,490 ISK

Höfundur Erasmus frá Rotterdam

Erasmus frá Rotterdam var einn merkasti fræðimaður Evrópu á fyrri hluta 16. aldar.

Lof heimskunnar er skopádeila þar sem heimskan kveður sér hljóðs og rekur hvernig menn og jafnvel guðir eigi henni allt að þakka sem nokkurs er virði. Á öllum sviðum mannlífsins útmálar hún hlutskipti heimskingjanna sem hið vænsta hnoss en líf vitringa sem píslargöngu. Eins og nærri má geta ríður heimskan ekki við einteyming í bókinni, en undir býr boðskapur um fegurra mannlíf, hógværð og andlega spekt sem Erasmus taldi að samtímann skorti. Heimskan gerir gys að mönnunum, sér í lagi þeim sem hreykja sér hátt og reyna að sýnast vitrari en þeir eru, og skopskyn höfundarins stendur enn fyrir sínu, sem og ádeila hans á mannlega háttu.

Arthúr Björgvin Bollason gerir ævistarfi og áhrifum Erasmusar rækileg skil í inngangi sínum.