Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Uggur og ótti / Endurtekningin

6,490 ISK

Höfundur Søren Kierkegaard

Danski heimspekingurinn Søren Kierkegaard er einn sérstæðasti hugsuður heimspekisögunnar. Hann er ekki að ósekju nefndur faðir hinnar svonefndu tilvistarstefnu eða „existensíalisma“ á 20. öld. Ofar öllu er hann þó kristinn hugsuður sem í öllum verkum sínum leitast einlæglega við að útleggja inntak þess að vera kristin manneskja, þar sem hið persónulega samband mannsins við guðdóminn skiptir öllu máli, val hvers og eins, sem í augum Kierkegaards var blint stökk til trúar sem engin rök geta legið til grundvallar.

Í Ugg og ótta leitast hann við að draga fram kjarna kristninnar og kröfu hennar til einstaklingsins með ítarlegri útleggingu á sögu Gamla testamentisins af fórn Abrahams á syni sínum Ísak að kröfu Guðs og án skynsamlegrar ástæðu. Kierkegaard leggur áherslu á beint samband við guð og trúna sem verkefni fyrir lífið en söguna telur hann sýna hvernig trúin sé tvöföld hreyfing sem í senn er afsal þess sem manni er kærast og endurheimt þess. Rök Kierkegaards eru margslungin og til marks um einstaka djúphygli hans og innsæi. Þetta verk ber jafnframt öðrum fremur vitni um stílsnilld og skáldskapargáfu höfundar.

Í Endurtekningunni, sem ber undirtitilinn sálfræðitilraun, er umfjöllunarefnið ástarraunir ungs manns, sem á sér raunar beina samsvörun í lífi Kierkegaards sjálfs og hann túlkar með hliðsjón af frásögn Gamla testamentisins um Job.

Ritin eru gefin út saman í öskju.