Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
171 Ísland
5,690 ISK
Höfundur Páll Ásgeir Ásgeirsson
171 Ísland: Áfangastaðir í alfaraleið er stóra systir hinna gríðarvinsælu 101 Ísland og 155 Ísland, verulega endurskoðuð og aukin. Þetta er stórskemmtileg, fróðleg og gagnleg ferðahandbók.
Vísað er til vegar á 171 stað í alfaraleið. Ýmist er lesandinn leiddur á staði sem fram að þessu hafa verið á fárra vitorði eða sýndar eru nýjar hliðar á vinsælum áfangastöðum – meðal annars eru laugum og baðstöðum nú gerð sérstök skil. Bókin opnar ferðalöngum nýja sýn á náttúru landsins og furður hennar og bregður ljósi á þjóðarsöguna og sérkenni þjóðarsálarinnar.
Páll Ásgeir Ásgeirsson er landskunnur fararstjóri, útivistarmaður og ferðabókahöfundur. Eftir hann eru m.a. bækurnar Hálendishandbókin, Gönguleiðir, Útivistarbókin, Bíll og bakpoki og Hornstrandir.