Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Alfa

8,690 ISK

Höfundur Lilja Sigurðardóttir

Hröð og viðburðarík spennusaga úr nálægri framtíð: Árið 2052 hefur Alfa stýrt samfélaginu í aldarfjórðung – gervigreind sem leysir úr öllum málum á sem bestan hátt fyrir alla – og sjö manna teymi situr í Ráðuneytinu og hefur umsjón með að allt gangi smurt.

 

Á heimili Sabínu og Mekkínar er stór dagur runninn upp. Júlíus sonur þeirra er að verða sextán ára og vígist þar með inn í heim fullorðinna. Þá fær hann grædda í sig örflögu til að tengjast Alfa beint og fær um leið að vita hvað honum er ætlað að fást við í framtíðinni. Birkir bróðir Sabínu er uppreisnarseggur sem vill ekki lúta stjórn Alfa og þarf því að draga fram lífið án allra nútímaþæginda. Þegar hann lætur lífið við undarlegar aðstæður verður ljóst að eitthvað býr undir – einhver olli dauða hans, en hver? Og var það kannski systir hans sem átti að deyja?

Lilja Sigurðardóttir er í essinu sínu í þessari snörpu og hressilegu sögu þar sem hún dregur upp litríkar persónur og kitlandi söguheim, frábrugðinn veröldinni sem við þekkjum. Flest er breytt – en breytingarnar eru ekki að allra skapi.