Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Ayurveda

6,990 ISK

Höfundur Heiða Björk Sturludóttir


Ayurveda, lífsvísindin búa yfir mikilli speki um heilsu, lífsstíl og samhljóm alls. Í bókinni er útskýrt hvernig hægt er að læra á tungumál líkamans. Læra hvernig á að bregðast við þegar einkenni gera vart við sig áður en saklaus veikindi þróast yfir í erfiða sjúkdóma. Þessi bók setur þig í bílstjórasætið í eigin heilsu og kennir þér að keyra.

Þessi yfir 5000 ára vísindi eru upprunnin á Indlandsskaga og eru skráð í Veda ritin sem eru með elstu varðveittu ritum mannkyns. Þrátt fyrir aldurinn eru þau iðkuð víða um heim við góðar orðstír.

Í bókinni eru ayurveda-fræðin útskýrð og gerð aðgengileg með stuttum dæmisögum úr daglegu lífi. Hver og einn getur verið við stjórnvölinn í eigin heilsueflingu með því að velja næringu, hreyfingu og lífsstíl sem hentar.

Hver er þín meðfædda líkams- og hugargerð?

Hvernig á að halda lífskröftunum innra með þér í jafnvægi?

Hver er orsök sjúkdóma og hvernig þróast þeir?

Hvað er líkaminn að segja þér, þegar þú finnur fyrir einkennum? Lærðu tungumál líkamans. Þá getur þú brugðist við og náð aftur jafnvægi. Áður en léttvæg veikindi þróast yfir í erfiða og jafnvel óafturkræfa sjúkdóma.

Þessi bók á erindi við:

* Fólk sem hefur áhuga á heildrænni heilsu.

* Fólk sem hefur áhuga á jóga, hugleiðslu og öndunaræfingum.

* Fólk sem hefur áhuga á austurlenskum fræðum.

* Fólk sem hefur áhuga á matseld og kryddum.

* Fólk sem hefur áhuga á Indlandi og indverskum mat.

* Fólk sem vill kynnast eigin líkama og virkni hans.

* Fólk sem vill kynnast hrynjandi náttúrunnar og hvernig náttúran hefur áhrif á okkur mannfólkið.

* Fólk sem vill þekkja sína meðfæddu hugar- og líkamsgerð (eins og erfðamengið okkar).