Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Bíldudalsbingó

3,000 ISK

Höfundur Elfar Logi Hannesson, Jón Sigurður Eyjólfsson

Bíldudalsbingó er uppfull af sprenghlægilegum uppvaxtarsögum þeirra Elfars Loga Hannessonar og Jóns Sigurðar Eyjólfssonar frá Bíldudal á níunda áratugnum.

Þær koma uppá yfirborðið þegar mannfræðingur einn rannsakar þá fóstbræður en vísindasamfélagið vill kynna sér heilkenni nokkurt sem algengt er þar í þorpinu og veldur því að fólk vex ekki uppúr barnaskap sínum. Það gengur ýmislegt á við rannsóknina og hinn margfróði Gúgúl blandar sér í hana og einnig sálarflækjur mannfræðingsins sjálfs.

Svo byrjar brölt þeirra fóstbræðra við hitt kynið, svo þó að mest fari fyrir gáska þá má einnig finna sársauka í þessari bók sem og spurninga svo djúpra að jafnvel Gúgúl nær ekki að svara þeim.