Bjór - umhverfis jörðina
1,990 ISK
Höfundur Stefán Pálsson, Höskuldur Sæmundsson, Rán Flygenring
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Næst á eftir tei og vatni er bjór vinsælasti drykkur jarðarbúa og nánast hvert land jarðar á sína sérstöku bjórsögu. Á síðustu áratugum hefur áhugi á bjórmenningu og bjórgerð aukist víða um lönd eftir því sem örbrugg húsum hefur vaxið fiskur um hrygg og framboð af fjölbreyttum bjórtegundum aukist.
Stefán Pálsson og Höskuldur Sæmundsson hafa um árabil frætt Íslendinga um lystisemdir bjórsins í hinum stórvinsæla Bjórskóla og miðla nú af þekkingu sinni í fyrstu bjórbókinni sem kemur út á íslensku í áraraðir. Í félagi við Rán Flygenring fara þeir í heimsreisu með hjálp 120 bjórtegunda sem allar eiga það skilið að menn dreypi á þeim einhvern tíma á lífsleiðinni.