Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Dópamínríkið

5,990 ISK

Höfundur Anna Lembke

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Getum við náð stjórn á löngunum okkar? Er unnt að beisla áráttukennda neyslu? Hvernig finnum við jafnvægi og vellíðan?

Dópamínríkið fjallar um nautnir og þjáningu – andstæðar kenndir sem takast sífellt á í lífi okkar en þurfa að vera í jafnvægi til að okkur líði vel. Taugaboðefnið dópamín er lykilþáttur í þeirri jöfnu en magn þess í heila gefur til kynna hversu líklegt er að við ánetjumst tiltekinni hegðun eða neysluvöru; mat, vímuefnum, fjárhættuspili, fréttum, tölvuleikjum, klámi, samfélagsmiðlum, sjónvarpsþáttum eða hverju öðru sem við sækjum í. Þegar framboðið er ótakmarkað og örvunin viðstöðulaus látum við gjarnan allt eftir okkur og þurfum meira og meira.

Hér útskýrir geðlæknirinn Anna Lembke hvers vegna áráttukennd neysla eða hegðun leiðir óhjákvæmilega af sér vanlíðan, og lýsir því hvað er til ráða. Flókin taugavísindi eru sett fram á einfaldan hátt og reynslusögur sýna hvernig unnt er að ná stjórn á ofneyslu, hverju nafni sem hún nefnist, og öðlast þannig hugarró.

Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson þýddu.