Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt
Draumasafnarar
2,990 ISK
Höfundur Margrét Lóa Jónsdóttir
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Draumasafnarar eftir Margréti Lóu Jónsdóttur geymir myndræn og tregafull ljóð um horfna vini og hlátur sem ómar ekki lengur, en er um leið óður til lífsins og ferðalagsins framundan, þar sem ný kynni kvikna og nýjar sögur verða til. Einvera og vinátta, lífsþorsti og heit þrá andspænis dauðanum, áfangar og útúrdúrar á langri leið, litríkir draumar og ævintýri sem enda ekki alltaf vel; hér eru áhrifarík ljóð um fjölbreytt samferðafólk og allt það sem lifir og deyr.
Margrét Lóa sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók einungis átján ára gömul árið 1985. Draumasafnarar er ellefta ljóðabók hennar.