Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Eftirför

4,690 ISK 3,990 ISK

Höfundur Anna Rún Frímannsdóttir

„Þögnin var nánast áþreifanleg. Það eina sem heyrðist í þröngu og skítugu rýminu var hans eigin andardráttur sem hljómaði skyndilega framandi, eins og hann tilheyrði einhverjum öðrum. Svona var þá tilfinningin að vera bjargarlaus.“

Þegar fjölskyldufaðirinn Hallur hverfur sporlaust stendur lögreglan ráðþrota gagnvart kaldri slóð. Það er ekkert sem gefur til kynna að hann hafi verið flæktur í neitt misjafnt og langþráð vetrarfrí fjölskyldunnar breytist skyndilega í martröð. Það er engu líkara en að jörðin hafi gleypt hann. Gæti hvarfið tengst dularfullu skilaboðunum sem Selmu, eiginkonu hans, hafa borist að undanförnu?

Lögfræðingurinn Hrefna er komin í starf hjá lögreglunni og þetta mannshvarf ætlar ekki að reynast auðleyst. Angar þess teygja sig víða og lögreglan þarf að hafa sig alla við í kappi við tímann þar sem hver klukkustund telur.

Eftirför er önnur skáldsaga Önnu Rúnar Frímannsdóttur en sú fyrri, Dauðaþögn, hlaut frábærar viðtökur lesenda.

„Einstaklega vel heppnuð frumraun í heimi glæpasagnanna, snjall og spennandi krimmi sem tekur óvænta stefnu.“ Ragna Gestsdóttir / DV / um Dauðaþögn

„Ein besta glæpasaga sem ég hef lesið. Anna Rún virðist ætla að tylla sér í hásæti glæpasagnakvenna. Það er mín tilfinning.“Gísli Helgason, um Dauðaþögn