Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Einleikur

4,990 ISK

Höfundur Jesper Stein

Axel Steen er orðinn yfirmaður öryggismála hjá alþjóðlegum fjárfestingabanka. Hann undirbýr sumarfrí með eiginkonu sinni og dóttur þegar honum er falið að reka svo lítið beri á mann sem uppvís er að fjárdrætti og án þess að lögreglan verði kölluð til. Þá fer í gang atburðarás í heimi þar sem peningar drottna og þögnin er gulls ígildi.

Axel Steen hefur sagt skilið við lögregluna og er orðinn yfirmaður öryggismála hjá alþjóðlegum fjárfestingabanka. Hann er að undirbúa sumarfrí með eiginkonu sinni og dóttur þegar upp kemst um milljóna fjárdrátt háttsetts starfsmanns í bankanum. Axel er falið að reka manninn úr starfi svo lítið beri á og án þess að lögreglan verði kölluð til. Þá fer í gang atburðarás í heimi þar sem peningarnir drottna og þögnin er gulls ígildi. Á sama tíma finnst lík ungs innflytjanda með gengjatengsl í kjallara undir Urbanplanen, hverfi á Amager þar sem aðallega innflytjendur búa. Banameinið er hnífstunga. Vicki Thomsen, gamli félagi Axels í lögreglunni, stýrir rannsókninni sem sækist seint vegna þess að enginn í hverfinu fæst til að tala við lögregluna. Tenging er við stríðið í Sýrlandi. PET, leyniþjónusta lögreglunnar, hefur afskipti af málinu sem verður enn snúnara þegar í ljós kemur að sá myrti hafði verið í leynilegum tengslum við lögregluna, sérstaklega við tiltekinn lögreglumann: Axel Steen.

Einleikur er hrár og dimmur krimmi um mann sem þarf að velja á milli þess að láta réttlætið fram ganga eða standa vörð um öryggi fjölskyldu sinnar.