Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Eitraður sannleikur

4,890 ISK

Höfundur Camilla Sten

Þegar uppistandarinn Lina Gyllenborg finnst látin á heimili sínu er Jonas kærasti hennar ásakaður um að hafa myrt hana. Hann lýsir yfir sakleysi sínu en bæði lögregla og almenningsálit telja hann sekan. Samt sem áður er hann sýknaður fyrir dómi.
Fjórum árum síðar ræður Jonas réttarsálfræðinginn Rebeccu Lekman til að hjálpa sér að finna morðingjann. Rebecca er í fyrstu efins að taka þetta að sér en fljótlega verður henni ljóst að Lina hafði vitneskju um leyndarmál sem kann að hafa kostað hana lífið. Einhver var reiðubúinn að gera hvað sem var til að hindra að sannleikurinn kæmi í ljós.
Önnur bókin í flokki æsispennandi sálfræðitrylla um réttarsálfræðinginn Rebeccu Lekman. Fyrsta bókin, Hættulegur hæfileiki, fékk frábærar viðtökur.
Auk bókanna um Rebeccu Lekman hefur Camilla Sten sent frá metsölubækurnar Þorpið og Erfingjann auk fjögurra bóka sem hún skrifaði með móður sinni, Vivecu Sten.
Sigurður Þór Salvarsson íslenskaði.