Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

FISKUR! fyrir lífið

2,690 ISK

Höfundur Stephen Lundin, Harry Paul og John Christensen

Þessi áhrifaríka dæmisaga bendir á hvernig okkur getur liðið betur heima og með fjölskyldunni með því að ræða málin skipulega og af einlægni. Ef við tökum sameiginlegar ákvarðanir og ræðum vanda sem upp kemur heima, í skóla og á vinnustað dregur úr streitu og samskiptin verða ánægjulegri. Milljónir manna hafa notfært sér hugmyndafræði bókarinnar FISKUR! til að auka vinnugleði og bæta starfsárangur. FISKUR! fyrir lífið beinir sjónum að einkalífinu.

Bækurnar um FISK! hafa selst í milljónum eintaka víða um heim og setið á metsölulistum. Þúsundir virtra fyrirtækja nýta sér þessa hugmyndafræði sem hefur aukið bjartsýni, hugrekki og árangur heima og á vinnustað.

Sigríður Á. Ásgrímsdóttir þýddi.