Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Fjárfestingar

6,490 ISK

Höfundur Aníta R. Hilmarsd/Kristín H.Ragnarsd/Rósa Kristins

Fjárfestingar fjallar um fjármál og fjárfestingar á aðgengilegan og skemmtilegan hátt.
Bókin er skrifuð af Anítu Rós Hilmarsdóttur, Kristínu Hildi Ragnarsdóttur og Rósu Kristinsdóttur. Saman hafa þær slegið í gegn á Instagram með reikninginn Fortuna Invest þar sem þær gefa góð ráð um fjármál og fjárfestingar við frábærar undirtektir rúmlega 13.000 fylgjenda.
Þær hafa einnig verið tíðir gestir í útvarpsviðtölum, hlaðvörpum og fleiri miðlum enda með einstakt lag á að setja flókin viðfangsefni fram á aðgengilegan máta. Búast má við að þær verði áberandi á komandi vikum á hinum ýmsu miðlum samhliða útgáfu bókarinnar.