Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Framkoma

4,990 ISK

Höfundur Edda Hermannsdóttir

Langflest þurfum við á einhverjum tímapunkti að koma fram og tala fyrir framan hóp fólks. Framkoma getur haft mikil áhrif á það hvernig aðrir meðtaka það sem við segjum. Við höfum öll eitthvað fram að færa en við sannfærum engan ef við getum ekki komið því frá okkur á réttan hátt.

Sterkir og eftirminnilegir leiðtogar eiga það sameiginlegt að geta miðlað upplýsingum vel og verið gríðarlega sannfærandi. Það þýðir þó ekki að hæfileikarnir séu meðfæddir því flestir þeirra hafa lagt metnað í að þjálfa þennan hæfileika á markvissan hátt. 

Í Framkomu er farið yfir grundvallaratriði þess að koma sér á framfæri á fjölbreyttum vettvangi. Í bókinni eru birt góð ráð frá reynslumiklu fólki í fjölmiðlum og atvinnulífinu. Edda Hermannsdóttir, höfundur bókarinnar, hefur starfað í fjölmiðlum og við upplýsingagjöf um árabil og haldið vinsæl námskeið um framkomu.

Í bókinni eru birt góð ráð frá reynslumiklu fólki í fjölmiðlum og atvinnulífinu. Þessir viðmælendur eru:

  • Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands
  • Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
  • Auður Jónsdóttir, rithöfundur
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-,iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins
  • Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, aðstoðardagskrárstjóri RÚV
  • Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi
  • Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, dagskrágerðarkona og matreiðslubókahöfundur
  • Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair
  • Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður
  • Bergur Ebbi, rithöfundur og uppistandari
  • Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og framleiðandi
  • Elísabet Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur og eigandi Trendnet
  • Andrés Jónsson, almannatengill og eigandi Góðra samskipta
  • Steindi, leikari og grínisti
  • Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fv. ritstjóri
  • Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2
  • Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka
  • Ásta Sigríður Fjeldsted, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
  • Atli Fannar Bjarkarson, fjölmiðlamaður
  • Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu
  • Hilmar Hjaltason, ráðgjafi hjá Capacent