Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Kristján Steingrímur - Fyrir handan liti og form

8,990 ISK

Höfundur Æsa Sigurjónsdóttir

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Kristján Steingrímur hefur um árabil unnið með liti gerða úr jarðefnum. Þau eru sótt til staða á jörðinni sem eru eða hafa verið manninum mikilvægir. Með þessum sérhæfðu litum málar Kristján litafleti á striga eða pappír, og vinnur líka með víðsjá teikningar af ögnum úr jarðvegi, stækkar þær upp og gerir þær sýnilegar. Hann lítur á málverkin í senn sem hlutbundið brot af stað og humyndum stað. Þau eru efnisleg staðfesting á tilveru staðar og áminning um að staðirnir eru jafnframt huglægir og háðir upplifnum. Líf á jörðinni endar sem jarðvegur og hann verður því nokkurs konar gagnagrunnur um tilvistina. Þannig skráir tíminn söguna í efnið, og um leið atferli mannsins og samband hans við náttúruna.

Kristján Steingrímur lærði myndlist hér heima og í Þýskalandi, og hefur eftir heimkomuna 1987 starfað að myndlist og að málefnum myndlistar.