Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Hekla

4,990 ISK

Höfundur Elsa Harðardóttir

Ævintýralegar og fallegar uppskriftir að hekluðum leikföngum fyrir yngstu kynslóðina. Í Heklu má finna hringlur fyrir smákrílin, svani, einhyrninga, blómálfa, jólakúlur og margt fleira. Uppskriftirnar henta bæði byrjendum og lengra komnum.


Elsa Harðardóttir er forfallinn heklari og uppskriftir eftir hana hafa meðal annars birst í erlendum handavinnutímaritum. Hún þróaði uppskriftirnar og hugmyndirnar í bókinni í samstarfi við dóttur sína.