Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Hjálparsagnir hjartans

7,490 ISK

Höfundur Péter Esterhazy

Á blaðsíðum með sorgarrömmum lýsir sonur síðustu dögum móður sinnar og útför hennar á hinum ofurveraldlegu tímum í lok tuttugustu aldar. Í því tilfinningalega umróti sem fylgir vaknar rödd móðurinnar og í nýstárlegum umsnúningi syrgir móðirin látinn son sinn …

 

Mögnuð bók ungverska framúrstefnuhöfundarins Péters Esterházy um sorg og dauða, ástina og lífið, í íslenskri þýðingu Jónu Dóru Óskarsdóttur

 

Péter Esterhazy (1950–2016) er jafnan talinn mikilvægasti og áhrifamesti póstmóderníski rithöfundur Ungverjalands. Hann stundaði nám í stærðfræði en gaf út sína fyrstu bók árið 1976 og helgaði sig ritstörfum eftir það. Hjálparsagnir hjartans er fyrsta bókin sem kemur út eftir hann á íslensku. Meðal annarra verka hans má nefna stórvirkið Harmonia Caelestis (2000).

Jóna Dóra Óskarsdóttir (1956–) hefur þýtt bækur jöfnum höndum úr ensku, frönsku, spænsku, hollensku, ungversku og Norðurlandamálunum