Í bókinni er fjallað um alla þætti sjávarútvegs, allt frá veiðum til sölu auk grunnþátta fiskeldis og áhrifum þessara atvinnugreina á samfélagið og framleiðslu. Umhverfis- og þróunarmál eru skoðuð auk þess sem stjórnun fiskveiða hérlendis og erlendis er lýst. Þá er einnig fjallað um alþjóðavæðingu, nýsköpun og tækifæri.
Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Sjávarútvegur og eldi
12,890 ISK
Höfundur Ásta Dís Óladóttir og Ágúst Einarsson
Í bókinni er lögð áhersla á hve mikilvægt er að Íslendingar beri gæfu til þess að tryggja gæði og afhendingaröryggi afurða sinna úr sjávarútvegi og eldi á erlenda markaði alla daga ársins.
Gerð er grein fyrir sögulegri þróun sjávarútvegs og eldis og stöðu þeirra í nútímanum. Fjallað er um alla þætti sjávarútvegs, allt frá veiðum til sölu auk grunnþátta fiskeldis og áhrifum þessara atvinnugreina á samfélag og landsframleiðslu. Umhverfis- og þróunarmálum eru gerð skil auk þess sem stjórnun fiskveiða hérlendis og erlendis er lýst. Auk þess er fjallað um alþjóðavæðingu, nýsköpun og tækifæri, samfélagslega þætti, stöðu kvenna og fæðuöryggi.