Netverð

Lalli og litakastalinn

1,990 kr 490 kr

Höfundur Heiða Björk

Lalla langar að læra að þekkja litina og telja upp í 10, en um leið kynnist hann litríkum dýrum og gómsætu hollustusnarli. Á hverri síðu er tekinn fyrir einn litur þar sem Lalli kynnist umhverfi, hlut og dýri sem tilheyrir litnum. Í lok bókarinnar eru tillögur að upprifjun – til að ræða við barnið um litina. Litskrúðug, falleg og fróðleg bók fyrir yngstu kynslóðina. Það getur verið ævintýri líkast að læra eitthvað nýtt um umhverfið. Í appelsínugula herberginu er myndarlegt appelsínutré og á því vaxa safaríkar appelsínur. Lalli fær sér nýkreistan, bragðgóðan appelsínusafa. Tígrisdýr liggur í leti og fylgist með. Falleg kvöldsólin sést í fjarska. Í bláa herberginu er bláberjalyng. Lalli tínir mörg bústin bláber í körfu. Þar sést líka í bláan himin, bláan sjó og þarna er blár hvalur. Lalli og litakastalinn er fyrsta bók Heiðu Bjarkar Norðfjörð, sem starfar í Englandi undir listamannsnafninu Heidi Bjork. Hún hefur á síðustu árum tekið þátt í myndlistasýningum víða um heim og hlotnast sá heiður að verk eftir hana hafa verið valin í veglegar myndlistarbækur. Hluti af tekjum bóksölunnar rennur til Einstökra barna. LitalagiðGulur, rauður, grænn og blár, svartur, hvítur, fjólublár. Brúnn, bleikur, banani. Appelsína talandi. Gulur, rauður, grænn og blár, svartur, hvítur, fjólublár.