Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Lettinn Pietr

4,490 ISK

Höfundur Georges Simenon

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Lögregluforinginn Maigret fær tilkynningu frá Interpol um að alræmdur svikari, sem gengur undir nafninu Lettinn Pietr, sé á leið til Frakklands. Maigret fær ítarlega lýsingu á útliti hans og ætlar að handtaka hann á lestarstöð við París. En þegar þangað kemur reynast æði margir samsvara lýsingunni á Lettanum Pietr.
Hver er hann í raun og veru? Og hvað vakir fyrir honum í París? 
Í þessari fyrstu bók Simenons í bókaflokknum fræga um Maigret reynir sannarlega á innsæi franska lögregluforingjans við að komast að sannleikanum um hinn dularfulla Lettann Pietr.
Guðmundur J. Guðmundsson íslenskaði.
Belgíski rithöfundurinn Georges Simenon (1903–1989) hóf rithöfundaferil sinn í París um tvítugt. Hann sló í gegn með bókum sínum um Maigret en alls skrifaði hann rúmlega 400 skáldsögur.
„Maigret-bækurnar eru tímalausar rétt eins og París.“ – The Washington Post
„Einn mikilvægasti rithöfundur tuttugustu aldar.“ – Gabriel Garciía Márquez
„Maigret er á sama stalli og Sherlock Holms og Poirot í musteri ódauðlegra leynilögreglumanna í glæpasögum.“ – People
„Frábær ... Einstakur sögumaður.“ – The Observer
„Einn af mestu rithöfundum tuttugustu aldar.“ – Guardian