Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Liðin tíð

3,990 ISK

Höfundur Lee Child

Jack Reacher er á leið frá Maine til Kaliforníu þegar hann kemur auga á skilti með nafninu Laconia - sem er bærinn í Nýja–Englandi þar sem faðir hans ólst upp. En þegar hann fer að grafast fyrir um fólkið sitt fær hann að vita að í þessum bæ hafi aldrei búið nokkur maður með ættarnafnið Reacher ...

Á sama tíma er ungt par á ferðalagi frá Kanada til New York þar sem þau ætla að freista gæfunnar. Þegar bíllinn þeirra bilar finna þau mótel úti í auðninni, en þar er alls ekki allt eins og það á að vera.

Lee Child er einn vinsælasti spennusagnahöfundur heims og tryggir aðdáendur fá aldrei nóg af harðjaxlinum Jack Reacher og ævintýrum hans. Bjarni Gunnarsson þýddi.