Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Lofaðu mér því

4,490 ISK

Höfundur Jill Mansell

Lou er hamingjusöm og hæstánægð með lífið og tilveruna. En skyndilega fer líf hennar á hvolf og hún þarf að byrja upp á nýtt.
Henni býðst að flytjast í lítið þorp í Cotswalds og vinna fyrir gamlan skrögg að nafni Edgar Allsopp. Hann gefur henni loforð sem ekki er hægt að hunsa.
Í þorpinu býr hinn ómótstæðilegi Remy. En Lou er ekki búin að jafna sig á síðasta ómótstæðilega manninum sem hún kynntist. Hún þarf á einhverju nýju að halda.

Leyndarmál kvisast fljótt í litla þorpinu og sumir eiga erfitt með að standa við gefin loforð. En engan gat grunað hvað var í vændum …

Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.

Enski verðlaunahöfundurinn Jill Mansell hefur selt hátt í 14 milljónir eintaka af bókum sínum – og er einn allra vinsælasti höfundur ljúflestrarbóka í heiminum.

Útgáfuár: 2025 - Útgefandi: Ugla