Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Lukka og hugmyndavélin í svakalegum sjávarháska
1,490 ISK
Höfundur Eva Rún Þorgeirsdóttir
Lukka ætlar að njóta síðustu daga sumarfrísins, liggja í leti og lesa á milli þess sem hún grúskar í uppfinningunum sínum. Foreldrar hennar eru að rannsaka skipsflak á hafsbotninum úti fyrir hinni afskekktu Fiskey. Lukka, Jónsi og Sámur eru með í för og að sjálfsögðu hugmyndavélin, en Lukka fer ekkert án hennar.
Það kemur þó fljótt í ljós að íbúar eyjunnar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir og systkinin dragast inn í óvænta atburðarás þar sem reynir á styrk þeirra sem aldrei fyrr.
Hér er á ferðinni önnur bókin um Lukku og ævintýrin sem hún og fólkið í kringum hana lendir í. Bókin er ríkulega myndskreytt með svarthvítum myndum eftir Loga Jes Kristjánsson.
Útgáfuár: 2017
Gerð: Innbundin
Síðufjöldi: 130