Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

MENÓN

3,490 ISK

Höfundur Platón

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Samræðuna Menón er Platón talinn hafa ritað á mörkum fyrsta skeiðs starfsævi sinnar og miðtímabils hennar. Ritið hefst á því að spurt er eftir skilgreiningu, eins og í elstu verkum Platóns, að þessu sinni á dygðinni. Smám saman fer þó umræðan að snúast um sjálfa leitina að skilgreiningum og þar með bæði þekkingarfræði og heimspekilega aðferðafræði almennt. Þaðan leiðist rökræðan svo að þeirri kenningu Platóns að nám sé upprifjun á meðfæddri þekkingu, sem Sókrates tekst á hendur að sanna í verki í kafla sem er einn sá kunnasti í verkum Platóns.

Menón kemur út í lítt breyttri skólaþýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. Gunnar Harðarson fjallar í inngangi um þýðinguna og þýðandann en Eyjólfur Kjalar Emilsson um efni samræðunnar.