Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Milli steins og sleggju

3,990 ISK

Höfundur Maria Adolfsson

Milli steins og sleggju er þriðja bókin í Doggerlandseríu Mariu Adolfsson, en fyrri bækur hennar Feilspor og Stormboði hafa notið mikilla vinsælda.

Poppstjarnan heimsfræga, Luna Johns, er stödd á Doggerlandi við leynilegar upptökur á nýrri plötu eftir að hafa forðast sviðsljósið í heilan áratug. Persónutöfrar hennar heilla alla upp úr skónum – alla nema lögreglufulltrúan Karen Eiken Hornby. Karen hefur reyndar allt á hornum sér, enda hefur hún ekki aðeins áhyggjur af áhuga Leós á Lunu heldur líka heilsunni.

En rétt áður en upptökunum lýkur er Luna skyndilega á bak og burt. Á sama tíma tekur hrottafenginn kynferðisbrotamaður upp þráðinn í höfuðborginni. Karen þarf því að kljást við tvö snúin mál í einu – ofan í sívaxandi óttann við úrskurð lögreglulæknisins.

Ísak Harðarson þýddi.