Mýrin
4,690 ISK
Höfundur Arnaldur Indriðason
Roskinn maður finnst myrtur í kjallara í Norðurmýri í Reykjavík. Í skrifborði hans er falin gömul ljósmynd af grafreit fjögurra ára stúlkubarns. Að baki býr saga um skelfilega glæpi og óbærileg leyndarmál. Rannsóknarlögregluteymið Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg standa frammi fyrir óvenju flóknu og erfiðu máli sem teygir anga sína inn í myrka fortíð.
Þessi áhrifaríka saga, með Erlend rannsóknarlögreglumann í forgrunni, var fjórða bók Arnaldar Indriðasonar og með henni hófst glæstur ferill hans sem metsöluhöfundar en skáldsögur hans nálgast nú þriðja tuginn. Mýrin hlaut á sínum tíma norrænu glæpasagnaverðlaunin Glerlykilinn og fleiri viðurkenningar, eftir henni var gerð kvikmynd og hún hefur verið þýdd á yfir fjörutíu tungumál.
Katrín Jakobsdóttir skrifar eftirmála þessarar útgáfu.
Mýrin markaði tímamót þegar hún kom fyrst út árið 2000. Hún var fyrsta íslenska glæpasagan sem komst ofarlega á metsölulista, talaði beint inn í samtímann og hefur haldið gildi sínu í aldarfjórðung. Fáar íslenskar bækur hafa notið meiri hylli lesenda heima og erlendis og sagan er löngu orðin sígild.