Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Nála

1,990 ISK

Höfundur Eva Þengilsdóttir

Hugumstór riddari á fráan hest og flugbeitt sverð. Hann þeysir um og sigrar alla sem hann hittir þangað til hann stendur skyndilega einn eftir. En þá kemur hin blíðlynda Nála til sögunnar …

Hugljúft ævintýri um hvernig beittustu vopn geta snúist í höndunum á okkur – til hins betra.

Innblástur sækir höfundur í hið svokallaða riddarateppi sem er til sýnis í Þjóðminjasafninu.

Vigdís Finnbogadóttir skrifar umsögn á baksíðu

Höfundurinn, Eva Þengilsdóttir, hefur lengi unnið að málum sem varða frið og almannaheill. T.d. er eftir hana Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur gefið út undanfarin ár. Hún hefur áður skrifað barnaefni m.a. fyrir sjónvarp og leikskóla og sent frá sér eina bók.

Þessi bók er á íslensku, en bókin kom einnig út á ensku. Smelltu hér til að skoða bókina á ensku.