Nornasaga 2
3,990 ISK
Höfundur Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Ógnvænlegt ævintýri!
Katla er upptekin við allt annað en jólaundirbúning. Hún ætlar að opna galdragátt á nýársnótt til að nornin Heiður komist aftur til Íslands. Þess í stað veldur hún sprengingu og hrindir af stað æsilegri atburðarás. Barrtré spretta upp á methraða, systkini Kötlu hverfa, úlfur sést í Öskjuhlíðinni, tröllskessa við Tjörnina og ógnarlangur ormur í Reykjavíkurhöfn.
Hvað er eiginlega í gangi?
Er Gullveig komin aftur?
Ef ekki … hver þá?
Katla og Máni þurfa að finna svör áður en það er of seint – og þá reynir á vinskapinn!
Nornasaga 2 – Nýársnótt er æsispennandi framhald bókarinnar Nornasaga – Hrekkjavakan. Hún er ríkulega myndskreytt.
Kristín Ragna Gunnarsdóttir hefur skrifað og myndskreytt fjölda barnabóka. Bækur hennar hafa verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Fjöruverðlaunanna, In Other Words–verðlaunanna og Barnabókmenntaverðlauna Vestnorræna ráðsins. Kristín Ragna hefur í tvígang hlotið Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin.