Gottfried Wilhelm Leibniz var einn merkasti heimspekingur nýaldar og fjölfræðingur sem lagði drjúgan skerf til rannsókna samtíma síns á sviðum eðlisfræði, verkfræði, jarðfræði, guðfræði, sagnfræði og ekki síst stærðfræði þar sem hann var frumkvöðull rannsókna í tölfræði og örsmæðareikningi, auk fleiri greina. Það eru þó heimspekirit fjölfræðingsins sem halda nafni hans á lofti í dag og koma þrjú þeirra út í þessu bindi: Orðræða um frumspeki, Nýtt kerfi um eðli verundanna og Mónöðufræðin eða frumforsendur heimspekinnar. Í þessum ritum birtast tilraunir Leibniz til að skýra frumgerð veruleikans, en hið háleita markmið hans var að finna hinn frumspekilega grunn sem sameiginlegur væri allri heimspeki og vísindum.
Bókinni fylgir fróðlegur og skýrandi inngangur eftir Henry Alexander Henrysson.