Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Órói

1,990 ISK

Höfundur Salka - bókaútgáfa og bókabúð

Hefð er komin á að ritlistarnemar taki höndum saman fyrir jólabókaflóðið.

Blekfjelagið, útgáfu og nemendafélag, hefur samfleytt frá árinu 2012 gefið út örsagnasafn.

Ár hvert skerðist orðakvótinn um eitt orð og hefur gert frá upphafi, er höfundar höfðu 100 orða athafnafrelsi.

Heimilislegi og aðgengilegi bókaflokkurinn okkar kemur því núna út í tólfta sinn.

Yfirskriftin þetta árið er Órói.

Sérhver saga telur nákvæmlega 89 orð, auk titils.