Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Rækjuvík

6,490 ISK

Höfundur Lóa H. Hjálmtýsdóttir

FORSALA

Bókin kemur á lager 20. nóvember og pantanir afgreiddar þá!

 

Eftir langan, dimman vetur og vægast sagt glatað vor, er sólin loksins mætt til Reykjavíkur. Tvíburasystkinin Inga og Baldur eru komin í sumarfrí með öllu sem því fylgir og líka ýmsu óvæntu, eins og björgunarleiðangri fyrir úthafsrækju. Það er einmitt í þeim leiðangri sem forvitni þeirra er vakin þegar þau finna dularfullt flöskuskeyti sem marar í hálfu kafi í sjónum nálægt heimili þeirra. Þau ákveða að rannsaka málið á sinn einstaka hátt og ævintýri hversdagsins hefjast! 

Bókinni fylgja alls konar aukahlutir því að það er svo skemmtilegt. Kíktu í vasann aftast í bókinni!

Rækjuvík er bráðskemmtileg, fyndin og fjörug bók um systkini sem eru jafn ólík og dagur og nótt. Hún er sjálfstætt framhald Grísafjarðar og Héragerðis. Lóa Hlín hefur hlotið Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar, verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna, Barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs og Vestnorrænu barnabókaverðlaunanna. Bækur hennar hafa verið valdar bækur ársins af bóksölum landsins og Morgunblaðinu.