Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Sagnalandið

3,990 ISK

Höfundur Halldór Guðmundsson, Dagur Gunnarsson myndir

Sagnahefðin hefur fylgt Íslendingum frá landnámi. Um ótal staði á landinu hafa spunnist sögur sem svo aftur hafa orðið kveikja ljóða eða skáldsagna. Þessi bók er hringferð um landið með viðkomu á þrjátíu slíkum stöðum, þekktum sem lítt þekktum, sem tengjast höfundum og bókmenntaverkum, þjóðsögum og atburðum úr Íslandssögunni. Hér má fræðast um basknesku á Vestfjörðum og esperantó á Hala, um áhrif Lakagíga á frönsku byltinguna og tómið ríka og djúpa við Öskjuvatn. Þessi bók er í senn handbók fyrir ferðalanga og reisubók hugans. Ekki spillir fyrir að umhverfi staðanna er tilkomumikið og þar sem fjölbreytt menning og stórfengleg náttúra spila saman – eða takast á – opnast töfraveröld.