Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Sagnalandið

3,990 ISK

Höfundur Halldór Guðmundsson, Dagur Gunnarsson myndir

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Sagnahefðin hefur fylgt Íslendingum frá landnámi. Um ótal staði á landinu hafa spunnist sögur sem svo aftur hafa orðið kveikja ljóða eða skáldsagna. Þessi bók er hringferð um landið með viðkomu á þrjátíu slíkum stöðum, þekktum sem lítt þekktum, sem tengjast höfundum og bókmenntaverkum, þjóðsögum og atburðum úr Íslandssögunni. Hér má fræðast um basknesku á Vestfjörðum og esperantó á Hala, um áhrif Lakagíga á frönsku byltinguna og tómið ríka og djúpa við Öskjuvatn. Þessi bók er í senn handbók fyrir ferðalanga og reisubók hugans. Ekki spillir fyrir að umhverfi staðanna er tilkomumikið og þar sem fjölbreytt menning og stórfengleg náttúra spila saman – eða takast á – opnast töfraveröld.