Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Silfurberg

6,290 ISK

Höfundur Sesselía Ólafs

Þegar Berglind fer í útilegu með vinkonum sínum órar hana ekki fyrir því að duldir kraftar hennar muni vakna úr dvala og leiða hana inn í framandi veröld. Í Hásteinum, höfuðborg Álfheima, búa ljósálfarnir sig undir stríð. Svartálfadrottningin hefur ráðist á hvert vígið af öðru og nú steðjar hættan einnig að Mannheimum.

Völva álfanna leitar aðstoðar meðal mannfólks í fyrsta skipti í aldaraðir og Berglind finnur sig knúna til að svara kallinu. Ljósálfarnir bjóðast til þess að þjálfa þær manneskjur sem búa yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum og Berglind kemst að því að sýnir hennar gætu bjargað þeim öllum.

Það eru þó ekki allir jafn hrifnir af samstarfi álfa og manna og Berglind þarf að átta sig á því hverjum er treystandi.