Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Sjö fermetrar með lás

4,690 ISK

Höfundur Jussi Adler Olsen

Það er illt í efni.

Carl Mørck, rannsakandinn frægi sem er yfirmaður Deildar Q hjá dönsku lögreglunni, er handtekinn og settur í fangaklefa eftir að taska með eiturlyfjum finnst á heimili hans. Samstarfsfólk til áratuga snýst gegn honum og gömul mál eru dregin fram í dagsljósið.

Vitneskja sem Carl býr yfir ógnar voldugum mönnum í heimi alþjóðlegra glæpa sem finna sér nú skósveina innan fangelsisins og heita hverjum þeim sem tekst að ráða Carl af dögum stórfé. Líkur hans á að sleppa lifandi út eru hverfandi. Liðsmenn Deildar Q – Assad, Rose og Gordon – eru þó ekki af baki dottnir og leggja allt í sölurnar til að sanna sakleysi Carls og bjarga honum frá bráðum bana.

Sjö fermetrar með lás er tíunda og síðasta bókin um Deild Q, æsispennandi krimmi þar sem saman fer framúrskarandi persónusköpun og leiftrandi snjöll glæpaflétta. Þessi vinsæli bókaflokkur eftir sagnameistarann Jussi Adler-Olsen hefur farið sigurför um heiminn og kvikmyndir gerðar eftir sögunum hafa einnig notið mikillar velgengni.

Jón St. Kristjánsson þýddi.