Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Sofðu vært

4,690 ISK

Höfundur Cilla & Rolf Börjlind

Það ríkir algert kaos á lestarstöðinni í Stokkhólmi, fyrsta viðkomustað flóttafólks, þar sem rannsóknarlögreglukonan Olivia Rönning er sjálfboðaliði við matargjafir. Þegar kemur í ljós að fylgdarlaus börn á flótta hafa horfið sporlaust af lestarstöðinni leitar lögregluteymið hjálpar hjá fyrrum lögreglumanninum Tom Stilton, þrátt fyrir óheflaðar aðferðir hans. 

Sofðu vært er fjórða bókin um þau Oliviu Rönning og Tom Stilton eftir Cillu og Rolf Börjlind, eina vinsælustu glæpasagnahöfunda Svíþjóðar. Mögnuð glæpasaga um óhugnanlegan heim þar sem mannslíf eru lítils metin og peningagræðgin ræður för.

Hilmar Helgu- og Hilmarsson þýddi.