Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Sólarupprás við sjóinn

4,290 ISK

Höfundur Jenny Colgan

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Hugljúf saga frá drottningu ljúflestursins. Ekta sumarlesning. Sjálfstætt framhald af bókaflokknum Litla bakaríið við Strandgötu.

Marisa Rossi missir tökin á lífi sínu eftir að afi hennar deyr, hún verður heltekin kvíða og ræður ekki við að mæta í vinnuna eða fara út á meðal fólks. Vinir hennar og fjölskylda reyna að ná til hennar með ráðum og dáðum en það virðist aðeins gera illt verra.

Þegar örlögin feykja henni á afskekkta eyju úti fyrir ströndum Cornwall vonast hún til að fá að jafna sig í friði. En það er engin lognmolla í Mount Polbearne. Ekki nóg með að hún þurfi að þola skarkalann í fyrirferðarmikla rússneska píanókennaranum sem býr við hliðina á henni og að amma hennar ráðskist með hana gegnum Skype alla leið frá Ítalíu, heldur skellir á aftakaveður sem neyðir þorpsbúa til að taka höndum saman, líka víðáttufælna stórborgarstúlku. Fyrr en varir er Marisa farin að hjálpa til í vitanum hjá Polly og Huckle og leggja á ráðin um að nota eldhúsgaldra sína til að blása nýju lífi í Litla bakaríið. Hún beitir sömu töfrum til að kaupa sér frið fyrir píanóglamri á kvöldin en getur verið að hún hafi frekar þörf fyrir nánd en næði?

Sjálfstætt framhald af bókaflokknum Litla bakaríið við Strandgötu sem kom skoska metsöluhöfundinum Jenny Colgan á kortið á Íslandi.