Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Þar sem malbikið endar
4,990 ISK 3,490 ISK
Höfundur Magnea J. Matthíasdóttir
Þar sem malbikið endar eftir Magneu J. Matthíasdóttur geymir á fimmta tug ljóða þar sem borg, náttúra og mannlíf stíga saman dans, ýmist hægan eða trylltan, angurværan eða ágengan. Tónninn er í senn hlýr og beittur í þessum tæpitungulausu ljóðum sem einkennast af húmor og skarpri sýn á samfélag og samtíð. Þetta er önnur ljóðabók Magneu sem einnig hefur skrifað þrjár skáldsögur og annað efni af ýmsu tagi, en er að auki annálaður þýðandi og hefur þýtt tugi bóka.