Þriðja röddin
4,290 ISK
Höfundur Cilla og Rolf Börjlind
Þriðja röddin er hraður og æsispennandi krimmi eftir reyndustu handritshöfunda Svíþjóðar, Cillu og Rolf Börjlind, sem meðal annars hafa skrifað fjölda Beckþátta. Fyrsta bókin um Oliviu og Tom, Stórstreymi, hlaut afar góðar viðtökur þegar hún kom út á íslensku en bækurnar um tvíeykið hafa selst í meira en 3,3 milljónum eintaka.
Í Stokkhólmi finnst starfsmaður hjá Tollinum hengdur heima hjá sér. Lögreglan úrskurðar að um sjálfsmorð sé að ræða en þegar Olivia Rönning dregst inn í málið áttar hún sig á að ekki er allt sem sýnist. Og allt í einu er hún, þvert gegn vilja sínum, komin á kaf í morðrannsókn.
Í Marseille er kona myrt og þegar Abbas, gamall ástmaður hennar, kemst að því fer hann á vettvang til að kanna málið. Með í för er vinur hans, Tom Stilton, sem óðum er að ná sér á strik eftir að hafa keyrt á vegg í lífi og starfi. Málin tvö fléttast saman með óvæntum hætti og nú þurfa þau Olivia og Tom að jafna gamlan ágreining og taka höndum saman.
Hilmar Helgu- og Hilmarsson þýddi.