Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Tómasarguðspjall

3,490 ISK

Höfundur Tómas postuli

Í einum merkustu fornleifafundum á 20. öld kom í leitirnar safn papírushandrita sem veittu ómetanlega innsýn í frumkristni og sögu kristindómsins. Það handrit sem mesta athygli vakti var Tómasarguðspjall, hið svokallaða „fimmta guðspjall“, sem vísað er til í ritum kirkjufeðranna en hafði til þessa verið álitið glatað. Tómasarguðspjall er talið ritað í upphafi annarrar aldar og er því ein elsta varðveitta heimildin um Jesú frá Nasaret og skylt elstu heimildunum sem guðspjöll Nýja testamentisins studdust við. Það hefur að geyma safn ummæla og dæmisagna sem eignaðar eru Jesú, er gjörólíkt hinum guðspjöllunum að formi og þótt efni þeirra sé að sumu leyti samhljóða eru áherslur allt aðrar. Hér er ekki minnst á píslir Jesú, dauða og upprisu, kenningin ber svip af gnostískri túlkun, þar sem hinn veraldlegi heimur er talinn með öllu illur, og róttæk þjóðfélagsgagnrýni er áberandi.

Fyrir þessa útgáfu hefur Jón Ma. Ásgeirsson gert ítarlegar skýringar, textafræðilegar og á samsvörunum milli Tómasarguðspjalls og hinna guðspjallana, auk fróðlegs inngangs, sem hvort tveggja hjálpar til að opna þennan stórmerka texta fyrir lesendum.