True nature in Iceland
2,990 ISK 1,990 ISK
Höfundur Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
Í bókinni eru útskýringar með ljósmyndum á mismunandi hugleiðsluaðferðum Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan og fjallað um einstaka þætti þeirrar tegundar jóga. Hugleitt er á fallegum stöðum úti í náttúrunni. Bókin vísar þér veginn að fallegum stöðum sem veita þér stuðning þegar þú hugleiðir. Með því að anda og endurtaka möntrur á ferðalagi þínu um hina dásamlegu náttúru gefst þér tækifæri til að upplifa fegurð eigin sálar. Höfundurinn, Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir er jógakennari, heilari og bowentæknir og sótti menntun sína til innlendra og erlendra kennara. Hún hefur kennt einstaklingum og hópum Kundalini jóga, haldið fyrirlestra og námskeið víða um land. Hún hefur einnig kennt jóga í vatni og stundað kennslu utandyra yfir sumartímann. Í framhaldi af því tók hún að ferðast um landið í leit að áhrifamiklum stöðum til að stunda jóga og hugleiðslu, bókin er afrakstur af því ferðalagi.
„Við tilheyrum öll móður náttúru ...“ Yogi Bhajan