Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Upphaf körfuboltans á Króknum

5,990 ISK

Höfundur Ágúst Ingi Ágústsson

Í þessu riti er rakin saga körfuknattleiksdeildar Tindastóls á upphafsárum körfuboltans á Sauðárkróki. Fjallað er um frumkvöðla körfuboltans sem kynntu ungu fólki í bænum íþróttina haustið 1964. Sagt er frá leikjum, æfingum, ferðalögum og öðru því sem körfuboltafólk á Sauðárkróki hafði fyrir stafni á árunum 1964-1971.
Margt áhugavert gerðist fyrstu ár körfuboltans á Sauðárkróki eins og frumraun Tindastóls á Íslandsmóti og í bikarkeppni á vegum Körfuknattleikssamband Íslands, heimsókn danska unglingalandsliðsins til Sauðárkróks, úrslitaleikjum um keppnisrétt í efstu deild o.fl.