Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Útreiðartúrinn

8,690 ISK

Höfundur Ragna Sigurðardóttir

Útreiðartúrinn er áhrifarík samtímasaga með djúpar rætur í fortíðinni. Þetta er saga af flóknu feðgasambandi og af vináttu sem ekki er öll þar sem hún er séð; ljúfsárt og heillandi ferðalag um gamlar og nýjar slóðir.
Sævar er myndskreytir og nýfluttur með fjölskyldu sína út á Álftanes, þar sem hann sækir myndefni sitt í lífríki fjörunnar. Hann kann strax vel við sig í kyrrðinni og náttúrufegurðinni en Pétur, sonur hans á unglingsaldri, er ósáttur við breytinguna og lengur að sætta sig við nýtt umhverfi. Pétur er mátulega búinn að eignast vini og farinn að blómstra þegar hópur drengja gerir fólskulega árás á þá félagana að kvöldlagi og slasar besta vin hans.
Lögreglan tekur í kjölfarið við rannsókn málsins en lítið gengur að upplýsa það. Sævar er bugaður af áhyggjum af syni sínum en árásin rifjar auk þess bæði upp tregablandna sumardvöl Sævars sjálfs hjá afa sínum og ömmu á nesinu á níunda áratugnum og morðmál frá 19. öld sem forfaðir hans var flæktur í. Þá skýtur skyndilega upp kollinum á netinu myndband af árás drengjanna og málið tekur óvænta og óhugnanlega vendingu.