Velkominn Þorri
1,990 ISK 1,690 ISK
Höfundur Steinunn Þorvaldsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Í hugum margra Íslendinga tengist þorrinn svartamyrkri, viðsjálum veðrum og gömlum mat. Eftir að þær stöllur, Ragnhildur Gísladóttir og Steinunn Þorvaldsdóttir, kynntu sér þorrahefðina, fannst þeim tilvalið að gera henni hærra undir höfði og útfæra á nútímavísu. Bókin Velkominn Þorri kynnir nýstárlegar leiðir til að gera sér dagamun í kalda mánuðinum sem kenndur er við vetrarvættinn Þorra. Þar er einnig að finna margvíslegan fróðleik um þorrann og matarvenjur Íslendinga ásamt viðtölum við fólk sem átt hefur þátt í að skapa og viðhalda þorrahefðinni. Það er sárt til þess að hugsa að þekkingin og sérstaðan sem lýtur að íslenskri matarhefð gleymist. Með því að líta um öxl og skoða aðstæður og vinnulag forveranna, varpa höfundar ljósi á dugnað og harðfylgi genginna kynslóða sem speglast skýrt í matarmenningu þjóðarinnar. Velkominn Þorri inniheldur einnig uppskriftir úr Kvennafræðaranum og Einfalda matreiðsluvasakverinu fyrir heldri manna húsfreyjur. Þær Ragnhildur og Steinunn stíga svo skrefinu lengra og benda á ýmsar skemmtilegar og nýstárlegar leiðir til að halda þorra með viðeigandi föndri og þorraskrauti sem flikkar heldur betur upp á híbýlin og þorraborðhaldið. Til að auka enn á stemmninguna birtast í bókinni í fyrsta skipti nótur fyrir tvö ný þorralög eftir Ragnhildi við texta Steinunnar. Ljósmyndir tók Sigurjón Ragnar Sigurjónsson, Margrét Laxness sá um umbrot og hönnun.